Dýrgripur Fiðla af gerðinni Goffriller frá Feneyjum.
Dýrgripur Fiðla af gerðinni Goffriller frá Feneyjum.
ÁHUGAFIÐLULEIKARINN Robert Napier varð heldur betur fyrir stórtjóni á dögunum þegar hann gleymdi fiðlunni sinni á farangursvagni í lestarstöð í Taunton á Englandi. Fiðlan er af gerðinni Goffriller og metin á 180.000 pund.

ÁHUGAFIÐLULEIKARINN Robert Napier varð heldur betur fyrir stórtjóni á dögunum þegar hann gleymdi fiðlunni sinni á farangursvagni í lestarstöð í Taunton á Englandi. Fiðlan er af gerðinni Goffriller og metin á 180.000 pund.

Samkvæmt gengi pundsins þegar þessi frétt var skrifuð í gær þá er það að jafnvirði 26,4 milljónum króna.

Fiðlan var smíðuð af fiðlusmiðnum Matteo Goffriller í Feneyjum árið 1698 en Napier-ættin hefur átt hana í 100 ár, að því er breska dagblaðið Times greinir frá.

Napier áttaði sig á þessu þegar hann var kominn heim til sín og segir augnablikið hafa verið hræðilegt þegar hann áttaði sig á því að hann hefði gleymt fiðlunni.

Tryggingafyrirtækið Allianz, sem fiðlan var tryggð hjá, heitir 10.000 punda fundarlaunum fyrir ættargripinn.