Sérstaklega boðinn Heiðursgestur Hlunkadagsins verður lögregluhundurinn Neró.
Sérstaklega boðinn Heiðursgestur Hlunkadagsins verður lögregluhundurinn Neró.
DÝRALÆKNAMIÐSTÖÐIN í Grafarholti í samstarfi við RKÍ (Rottweiler-klúbb Íslands) býður upp á opinn dag í Dýralæknamiðstöðinni laugardaginn 19. apríl. Dagurinn verður tileinkaður eigendum stórra hunda en allt hundaáhugafólk er velkomið. Dagskráin hefst...

DÝRALÆKNAMIÐSTÖÐIN í Grafarholti í samstarfi við RKÍ (Rottweiler-klúbb Íslands) býður upp á opinn dag í Dýralæknamiðstöðinni laugardaginn 19. apríl. Dagurinn verður tileinkaður eigendum stórra hunda en allt hundaáhugafólk er velkomið.

Dagskráin hefst kl. 15 með fyrirlestri dýralækna. Rætt verður um heilbrigði og umhirðu stórra hunda, mjaðma- og olnbogalos, tannhirðu, ófrjósemisaðgerðir, hreyfingu og fóðrun.

Albert Steingrímsson hundaþjálfari verður á staðnum og segir nokkur orð um aga og uppeldi á stórum hundum. Dýrheimar verða með afslátt á Royal Canin-fóðri og kynna nýtt tegundafóður fyrir stóra hunda. Eftir dagskrána gefst gestum kostur á að skoða spítalann og kynnast tækjakosti nútímadýralækninga. Aðgangseyrir er 500 krónur.