Muu Metframleiðsla var á mjólk á síðasta ári, 124 milljónir lítra.
Muu Metframleiðsla var á mjólk á síðasta ári, 124 milljónir lítra. — Morgunblaðið/Þorkell
FRAM kom á nýlegum aðalfundi Auðhumlu, sem rekur m.a. Mjólkursamsöluna, að á síðasta ári hefði aldrei verið framleitt jafn mikið af mjólk hér á landi, eða 124 milljónir lítra.

FRAM kom á nýlegum aðalfundi Auðhumlu, sem rekur m.a. Mjólkursamsöluna, að á síðasta ári hefði aldrei verið framleitt jafn mikið af mjólk hér á landi, eða 124 milljónir lítra. Þar af komu 112 milljónir lítra frá framleiðendum Auðhumlu, eða 91% mjólkurinnar. En þrátt fyrir framleiðslu- og söluaukningu var rekstrarumhverfið erfitt fyrir mjólkuriðnaðinn. Heildarsala Auðhumlu nam 12,6 milljörðum króna á síðasta ári og nam rekstrartapið 588 milljónum króna. Að teknu tilliti til fjármagnstekna nam tapið 196 milljónum. Fram kom á aðalfundinum að iðnaðurinn hefði tekið á sig verðstöðvun á mjólk og mjólkurafurðum og það hefði kostað sem svaraði einum milljarði króna.

Eigið fé samstæðunnar var 8,2 milljarðar um áramót og niðurstaða efnahagsreiknings 12,1 milljarður króna.