Per Warming
Per Warming
DANSKA söngvaskáldið, tónlistarmaðurinn og fræðimaðurinn Per Warming heldur fyrirlestur um neðanjarðarsöngva á dögum Sovétríkjanna í Reykjavíkurakademíunni kl. 17 í dag.
DANSKA söngvaskáldið, tónlistarmaðurinn og fræðimaðurinn Per Warming heldur fyrirlestur um neðanjarðarsöngva á dögum Sovétríkjanna í Reykjavíkurakademíunni kl. 17 í dag. Í fyrirlestri sínum fjallar hann einkum um andófssöngvarana Vladimir Vysotskij og Bulat Okudzjava og lofar áheyrendum að heyra söngva þeirra við eigin gítarleik. Bæði þessi söngvaskáld höfða sterkt til ungs fólks í Rússlandi nú á dögum. Per Warming á að baki störf sem skólastjóri og kennari við lýðháskóla í Danmörku. Hann hefur ferðast talsvert um sem fyrirlesari og vísnasöngvari.