Fjárhags- og launanefnd Seltjarnarness hefur samþykkt tillögu bæjarstjóra um sérstaka launauppbót til starfsfólks bæjarins. Allt starfsfólk, að bæjarstjóra undanskildum, fær 120 þúsunda króna eingreiðslu.

Fjárhags- og launanefnd Seltjarnarness hefur samþykkt tillögu bæjarstjóra um sérstaka launauppbót til starfsfólks bæjarins. Allt starfsfólk, að bæjarstjóra undanskildum, fær 120 þúsunda króna eingreiðslu. Greiðslan tekur mið af starfshlutfalli og verður greidd út á degi verkalýðsins hinn 1. maí næstkomandi, að því er segir á vefnum seltjarnarnes.is.

Þar er haft eftir Jónmundi Guðmarssyni bæjarstjóra að aðgerðin miði að því að tryggja stöðugleika í starfsmannahaldi bæjarins á óróleikatímum á vinnumarkaði.

Í desember síðastliðnum samþykkti bæjarstjórn einnig að greiða öllu starfsfólki bæjarins 30 þúsunda króna eingreiðslu.

ibs