[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
HANN er ekki lítil aflakló, Pétur Pétursson, skipstjóri á Bárði SH 81. Á rétt rúmum þremur mánuðum hefur hann veitt yfir 500 tonn á þennan 20 tonna plastbát, mest þorsk.

HANN er ekki lítil aflakló, Pétur Pétursson, skipstjóri á Bárði SH 81. Á rétt rúmum þremur mánuðum hefur hann veitt yfir 500 tonn á þennan 20 tonna plastbát, mest þorsk. Á myndinni skera þeir sér kökusneið til að fagna góðri veiði, skipverjarnir á Bárði: Ingi A. Pálsson, bróðir Péturs, Magnús Árni Gunnlaugsson, sem var að leysa af son Péturs og alnafna, og til hægri sjálfur skipstjórinn.

Pétur segist ekki beita neinum leynibrögðum við fiskiríið og þakkar hina miklu veiði því að stíft hafi verið sótt, frá Arnarstapa og Ólafsvík, eftir því hvernig vindar hafa blásið. „Þetta er bara eins og hver önnur vinna: ef þú stundar hana vel þá nærðu yfirleitt árangri,“ segir hann og bætir við að mikið sé af fiski í sjónum: „Meira en þeir hjá Hafró halda nokkurn tíma fram, það er alveg ljóst,“ bætir hann við, en á minni myndinni sýnir Ingi þann akfeita þorsk sem stundum kemur í netin.