Atvinnubílstjórar söfnuðust saman fyrir utan Alþingishúsið síðdegis í gær til að minna á að þeir séu ekki hættir andófi gegn háu eldsneytisverði og efndu til kyrrðarstundar eins og einn þeirra kallaði mótmælin.

Atvinnubílstjórar söfnuðust saman fyrir utan Alþingishúsið síðdegis í gær til að minna á að þeir séu ekki hættir andófi gegn háu eldsneytisverði og efndu til kyrrðarstundar eins og einn þeirra kallaði mótmælin.

Eins og nafnið gefur til kynna voru mótmælin afar friðsamleg en um tíu sendibílar voru fyrir utan Alþingi þegar mest var.

Lögregla mætti á svæðið þegar skammt var liðið á mótmælin og ritaði hjá sér númer bílanna. Skömmu síðar var sendibílunum ekið á brott um leið og bílstjórarnir þeyttu flautur.

Þess má geta að stofnfundur hagsmunasamtaka flutningabílstjóra verður haldinn á morgun en þeir hafa unnið að stofnun þeirra undanfarið. mbl.is