Frumburðir bera meginþunga af agaviðurlögum foreldra sinna, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtist í Economic Journal. Komust vísindamenn að því að yngri börn í fjölskyldu þyrftu mun sjaldnar að þola refsingu en þau elstu.

Frumburðir bera meginþunga af agaviðurlögum foreldra sinna, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtist í Economic Journal. Komust vísindamenn að því að yngri börn í fjölskyldu þyrftu mun sjaldnar að þola refsingu en þau elstu. Leiðir þetta til þess að öðru, þriðja og fjórða barni í fjölskyldu hættir til að leiðast af réttri braut þegar aldurinn færist yfir. Segja skýrsluhöfundar þau líklegri til að hætta í skóla, neyta áfengis eða eiturlyfja eða eignast börn á táningsaldri. aij