Meistaranemar í sagnfræði og heimspeki við Háskóla Íslands eru að vinna verkefni sem tengjast fyrirtækinu CCP og leiknum Eve-online. Annar þeirra, Andri Wilde sagnfræðinemi, hyggst skrifa sögu Eve-online en hinn, Pétur J.

Meistaranemar í sagnfræði og heimspeki við Háskóla Íslands eru að vinna verkefni sem tengjast fyrirtækinu CCP og leiknum Eve-online.

Annar þeirra, Andri Wilde sagnfræðinemi, hyggst skrifa sögu Eve-online en hinn, Pétur J. Óskarsson heimspekinemi, er að kanna þróun lýðræðis innan leiksins.

Eve-Online er fjölspilunarleikur á netinu. Þátttakendur mynda samfélög en saga þeirra hefur ekki enn verið rituð.

Þá hefur lýðræði verið innleitt í Eve-online en níu manna fulltrúaráð er kosið til hálfs árs í senn og hefur samstarf við CCP.