[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Arsene Wenger , knattspyrnustjóri Arsenal, vonar að Thierry Henry og félagar hans í Barcelona standi uppi sem sigurvegarar í Meistaradeildinni en hann spáir því að Evrópumeistaratitilinn falli ensku liði í skaut.
Arsene Wenger , knattspyrnustjóri Arsenal, vonar að Thierry Henry og félagar hans í Barcelona standi uppi sem sigurvegarar í Meistaradeildinni en hann spáir því að Evrópumeistaratitilinn falli ensku liði í skaut.

Wenger , sem stýrði sínum mönnum í úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum þar sem Arsenal tapaði fyrir Barcelona í úrslitaleik, segir að Manchester United sé sigurstranglegra liðið í rimmunni við Barcelona í undanúrslitum. ,,Ég sé fyrir mér að enskt lið vinni Meistaradeildina í ár en hvert það verður er erfitt að spá fyrir um ,“ segir Wenger.

Tim Finchem , framkvæmdastjóri PGA-mótaraðarinnar í golfi, ætlar á næstu dögum að einbeita sér að því að koma golfíþróttinni á kortið á ný hjá Alþjóðaólympíunefndinni, IOC. Golf hefur ekki verið á keppnisdagskrá Ólympíuleikanna í um 100 ár og er það markmiðið hjá Finchem að reyna að koma golfinu inn á keppnisdagskrá ÓL árið 2016. Keppnisdagskrá ÓL er ákveðin með 7 ára fyrirvara og þarf PGA því að vinna vel í sínum málum á næstunni en ekki er búið að ákveða hvar Ólympíuleikarnir fara fram árið 2016. Það verður ákveðið í október á næsta ári á fundi IOC í Kaupmannahöfn og samhliða þeim fundi verður ákveðið hvort golfið fer aftur inn á keppnisdagskrána.

T iger Woods , efsti kylfingur heimslistans í golfi, verður frá keppni í 4-6 vikur en hann fór í speglunaraðgerð á hné í gær. Woods endaði í öðru sæti Mastersmótsins sem lauk sl. sunnudag en þar sigraði Trevor Immelman frá Suður-Afríku . Woods hafði sett sér háleit markmið fyrir þetta ár og ætlaði hann sér að sigra á öllum fjórum stórmótunum á þessu ári.

Meiðsli Woods eru ekki alvarleg en um var að ræða brjósk- og liðþófaskemmdir. Hann mun missa af Players-meistaramótinu sem fram fer 8.-11. maí. Hann verður líklega klár í slaginn fyrir næsta stórmót, Opna bandaríska meistaramótið, sem fram fer 12.-15. júní á Torrey Pines í San Diego . Þetta er í þriðja sinn sem Woods fer á aðgerð á vinstra hné, fyrst árið 1994 og aftur árið 2002.

Celtic vann ævintýralegan sigur á erkifjendunum í Rangers , 2:1, í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Hollenski sóknarmaðurinn Jan Vennegor of Hesselink skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og hleypti á ný spennu í einvígi liðanna um meistaratitilinn. Rangers er með 75 stig gegn 74 stigum hjá Celtic en Rangers á tvo leiki til góða og á eftir sjö leiki en Celtic aðeins fimm.

Luca Toni hélt áfram að skora fyrir Bayern München í gærkvöld. Hann tryggði liðinu þá góðan útisigur á Frankfurt með tveimur mörkum seint í leiknum, 3:1, en Frankfurt var yfir lengi vel. Bayern náði með sigrinum tíu stiga forskoti á Werder Bremen þegar fimm umferðum er ólokið og úr þessu getur fátt komið í veg fyrir að liðið verði meistari í 21. sinn og í þriðja skiptið á fjórum árum.