Hámark Hin háu laun hafa ekki áðust sést á Wall Street.
Hámark Hin háu laun hafa ekki áðust sést á Wall Street.
STJÓRNENDUR svonefndra vogunarsjóða (e. hedge fund) græddu svo mikið á síðasta ári að annað eins hefur aldrei sést. Þau laun sem þessir menn voru með hafa ekki einu sinni sést á Wall Street í New York fyrr, þótt menn séu ýmsu vanir þar.

STJÓRNENDUR svonefndra vogunarsjóða (e. hedge fund) græddu svo mikið á síðasta ári að annað eins hefur aldrei sést.

Þau laun sem þessir menn voru með hafa ekki einu sinni sést á Wall Street í New York fyrr, þótt menn séu ýmsu vanir þar.

Einn vogunarsjóðsstjórinn, maður að nafni John Paulson hjá vogunarsjóðnum Paulson & Co., fékk greitt hvorki meira né minna en 3,7 milljarða dollara í laun á árinu 2007, samkvæmt frétt á fréttavef bandaríska dagblaðsins New York Times . Það svarar til um 275 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi. Það er liðlega 20% af vergri landsframleiðslu hér á landi á síðasta ári.

Paulson þessi græddi á því að taka svonefnda skortstöðu í ótryggum skuldabréfum, eða undirmálslánum, á bandarískum húsnæðislánamarkaði og hafði heppnina með sér. Það sama verður ekki sagt um íbúðakaupendur og húsbyggjendur. Fjölmargir þeirra eiga yfir höfði sér að missa húsnæði sitt vegna þeirrar kreppu sem komin er upp á húsnæðismarkaðinum vestanhafs.

Paulson var ekki eini vogunarstjórinn sem gerði það gott á síðasta ári. Það á líka til að mynda við um mann að nafni James H. Simons og sjálfan George Soros, sem varð alræmdur á tíunda áratug síðustu aldar þegar hann veðjaði á fall breska pundsins.

Meðaltekjur þeirra 25 vogunarstjóra sem hæstar tekjur höfðu á árinu 207 voru um 892 milljónir dollara, eða rúmlega 66 milljarðar íslenskra króna. Þetta var 67% hækkun frá meðaltali þeirra 25 hæstu árið áður.