LAUGARDAGINN 19. apríl heldur Íslandsdeild Amnesty International kynningarnámskeið. Þar verður fjallað um markmið, starfsaðferðir og uppbyggingu Amnesty International svo og mannréttindaáherslu samtakanna um þessar mundir.

LAUGARDAGINN 19. apríl heldur Íslandsdeild Amnesty International kynningarnámskeið. Þar verður fjallað um markmið, starfsaðferðir og uppbyggingu Amnesty International svo og mannréttindaáherslu samtakanna um þessar mundir.

Námskeiðið fer fram í Hinu húsinu (gamla pósthúsið á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis) og hefst kl. 13 og lýkur um kl. 16.

Hægt er að skrá þátttöku í síma 511-7900 eða senda tölvupóst á upplysingar@amnesty.is.