BÆJARSTJÓRN Hveragerðisbæjar boðar til íbúafundar um virkjanaframkvæmdir á Hellisheiði, Bitruvirkjun og Hverahlíðarvirkjun. Fundurinn verður haldinn í Grunnskólanum í Hveragerði mánudaginn 21. apríl nk. kl. 20.

BÆJARSTJÓRN Hveragerðisbæjar boðar til íbúafundar um virkjanaframkvæmdir á Hellisheiði, Bitruvirkjun og Hverahlíðarvirkjun. Fundurinn verður haldinn í Grunnskólanum í Hveragerði mánudaginn 21. apríl nk. kl. 20.

Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri setur fundinn. Fulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur kynnir virkjunaráform OR á Hellisheiði. Sjónarmið Hveragerðisbæjar og náttúruverndarsinna verða kynnt. Loks verða umræður og fyrirspurnir.