Virkir Frá sundlaugargleði ungra öryrkja í Hátúni 12.
Virkir Frá sundlaugargleði ungra öryrkja í Hátúni 12. — Morgunblaðið/Árni Torfason
Á MORGUN, föstudag, verður ráðstefnan „Fötlun, sjálf og samfélag“ haldin á Grand hóteli í Reykjavík kl. 8.30-17 á vegum Félags um fötlunarrannsóknir.

Á MORGUN, föstudag, verður ráðstefnan „Fötlun, sjálf og samfélag“ haldin á Grand hóteli í Reykjavík kl. 8.30-17 á vegum Félags um fötlunarrannsóknir.

Dagskrá ráðstefnunnar er fjölbreytt og verður sjónum beint að tengslum samfélags, sjálfsmyndar og fötlunar. Meðal annars verður rýnt í sjálfsskilning fatlaðs fólks og ímynd fatlaðra í íslensku samfélagi fyrr og nú. Þannig verða skoðaðar birtingarmyndir fötlunar jafnt í þjóðsögum sem og bloggsíðum og spjallrásum nútímans.

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er dr. Nick Watson, prófessor í fötlunarfræðum við University of Glasgow og forstöðumaður Strathclyde Centre for Disability Research. Hann á að baki langan feril í fötlunarfræðum en hann er í hópi fatlaðra fræðimanna sem hafa verið leiðandi í þróun fötlunarfræði.