Svifryk mældist yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavíkurborg í gær og líkur eru á að hið sama verði upp á teningnum í dag. Ryk berst nú ofan af hálendinu og inn yfir borgina og eins úr opnum grunnum og óbundnum svæðum í nágrenni borgarinnar.

Svifryk mældist yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavíkurborg í gær og líkur eru á að hið sama verði upp á teningnum í dag. Ryk berst nú ofan af hálendinu og inn yfir borgina og eins úr opnum grunnum og óbundnum svæðum í nágrenni borgarinnar. Þá eru nagladekk mikill orsakavaldur svifryks. Svifryk veldur þeim sem eru með viðkvæm öndunarfæri miklum óþægindum og er fólk hvatt til að hafa varann á sér. fr