— NordicPhotos/AFP
John McCain, forsetaframbjóðandi repúblikana í Bandaríkjunum, nýtur jafnmikils fylgis og demókratinn Barack Obama og hefur naumt forskot á Hillary Clinton í könnun á fylgi mögulegra mótherja í forsetakosningunum sem fram fara í október.

John McCain, forsetaframbjóðandi repúblikana í Bandaríkjunum, nýtur jafnmikils fylgis og demókratinn Barack Obama og hefur naumt forskot á Hillary Clinton í könnun á fylgi mögulegra mótherja í forsetakosningunum sem fram fara í október. Fréttastofan Reuters lét framkvæma könnunina og birti niðurstöður hennar í gær.

Á landsvísu jók Obama forskot sitt á Clinton frá síðustu könnun. Hann nýtur nú um 51% stuðnings, en hún 38%.

Í síðasta mánuði hafði McCain sex prósentustiga forskot á Obama, en nú eru þeir jafnir með stuðning um 45% kjósenda hvor. Clinton vantar nú 5 prósentustig upp á að njóta jafnmikils stuðnings og McCain, sem er þremur prósentum minni munur en fyrir mánuði.

„Enn kemur Obama betur út gegn McCain heldur en Clinton, en það er mjög mjótt á mununum í báðum tilfellum,“ segir John Zogby, forstjóri fyrirtækisins sem gerði könnunina. „Obama og Clinton skaða hvort annað því lengur sem þau keppa við hvort annað.“

andresingi@24stundir.is