Björgvin Guðmundsson | 16.

Björgvin Guðmundsson | 16. apríl

Við viljum engin skólagjöld

Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ítrekaði á Alþingi í dag þá stefnu flokksins, sem mörkuð var á landsfundi í fyrra, að öllum eigi að standa til boða gjaldfrjáls menntun frá og með leikskóla til og með háskóla. Engin skólagjöld eigi að vera í almennu framhalds- og grunnnámi. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að stuðningur við skólagjöld í opinberum háskólum fari vaxandi í samfélaginu.

Talsverður hiti var í umræðu um skólagjöld, sem Björn Valur Gíslason, varaþingmaður VG, hóf í byrjun þingfundar. Vísaði Björn Valur í nýlegt viðtal við Sigurð Kára í Fréttablaðinu þar sem hann sem lýsti skoðun sinni á skólagjöldum en Sigurður Kári er formaður menntamálanefndar Alþingis. Þar sagði hann að stjórnarflokkarnir yrðu að taka afstöðu til þess hvort taka eigi upp skólagjöld í opinberum háskólum og hann teldi það sjónarmið njóta sífellt meiri stuðnings í samstarfsflokknum, þ.e. Samfylkingunni.

Ég er algerlega andvígur öllum skólagjöldum í framhaldsskólum og háskólum. Ég tel raunar, að innritunargjöld í háskólum hér séu þegar orðin of há.Treysti á að Samfylkingin berjist gegn skólagjöldum. Tryggasta leiðin til þess að tryggja algert jafnrétti til náms er að hafa engin skólagjöld.

gudmundsson.blog.is