JÓN Sigurðsson skrifaði um stemningu á kappleikjum Fram á Melunum í FRAM-blaðið í febrúar 1939: „Þegar inn á völlinn kom var mitt fyrsta verk að leita uppi Ingimarskórinn fræga.

JÓN Sigurðsson skrifaði um stemningu á kappleikjum Fram á Melunum í FRAM-blaðið í febrúar 1939:

„Þegar inn á völlinn kom var mitt fyrsta verk að leita uppi Ingimarskórinn fræga. Hann valdi sér venjulega stöðu austan turnsins, sem var fyrir miðri norðurhlið vallarins. Þarna söfnuðust saman í hóp æstustu Framararnir, undir stjórn lág- en þéttvaxins náunga, með ótrúlega sterk raddbönd. Maður þessi var Ingimar Brynjólfsson, núverandi heildsali hér í bæ. Hans hægri hönd var okkar gamli góði Púlli. Hann var sem besta gjallarhorn og fyrsti tenór í kórnum.

Við smástrákarnir vorum heldur en ekki upp með okkur, að mega æpa með – hvað ekki var heldur sparað! Í þessum fræga kór lifði ég unaðslegar stundir, í tryllingslegum æsingi, þegar Fram var í sókn og knötturinn söng í neti óvinanna. Var lítið um það hirt þótt raddböndin yrðu óstyrk og röddin hás eftir hildarleikinn.

Í kringum Erlend Ó. Pétursson safnaðist annar kór – KR-kórinn. Reyndi hann eftir bestu getu að kæfa Ingimarskórinn. Var samsöngurinn oft hin ægilegasti og heyrðist um allan bæ. Þó var alltaf háværari kór þess félags, sem betur hafði...

...Og það var heldur ekki legið á liði sínu í þá daga! Það má segja með sanni að „karlakórar“ þessir voru þekktir af hverjum vallargesti og álitnir ómissandi þáttur í hvern hildarleik sem á vellinum var háður – þó sérstaklega er Fram og KR áttust við!“