Bjarni Ármannsson
Bjarni Ármannsson
BJARNI Ármannsson og Örn Gunnarsson hafa keypt sinn fjórðunginn hvor í tölvufyrirtækinu SecurStore á Akranesi.

BJARNI Ármannsson og Örn Gunnarsson hafa keypt sinn fjórðunginn hvor í tölvufyrirtækinu SecurStore á Akranesi. Bjarni mun verða stjórnarformaður fyrirtækisins, en Örn, sem áður var framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Saga Capital og þar áður forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Glitnis, verður framkvæmdastjóri.

Alexander og Eiríkur Þór Eiríkssynir munu áfram gegna lykilhlutverki við stjórn og framrás fyrirtækisins sem þeir stofnuðu 1991. Árið 2004 var ákveðið að sérhæfa SecurStore í afritun gagna yfir netið. Gögnin eru dulkóðuð, þjöppuð og svo send í gagnamiðstöð SecurStore, en áhersla er lögð á öryggismál. Í tilkynningu segir að mikill vöxtur hafi verið í starfsemi félagsins, það hafi sótt fram í Bretlandi undanfarin misseri með góðum árangri. Áætluð velta þessa árs er 200 milljónir króna.