Aðalsteinn Jónsson, útgerðarmaður á Eskifirði er látinn, 86 ára að aldri. Aðalsteinn var um áratuga skeið einn af forystumönnum í íslenskum sjávarútvegi og var forstjóri Eskju, áður Hraðfrystihúss Eskifjarðar, í 40 ár.
Aðalsteinn Jónsson, útgerðarmaður á Eskifirði er látinn, 86 ára að aldri. Aðalsteinn var um áratuga skeið einn af forystumönnum í íslenskum sjávarútvegi og var forstjóri Eskju, áður Hraðfrystihúss Eskifjarðar, í 40 ár. Samhliða gegndi hann fjölmörgum trúnaðarstörfum, var sæmdur riddara- og stórriddarakrossi íslensku fálkaorðunnar og var heiðursborgari á Eskifirði. Aðalsteinn lætur eftir sig eiginkonu, þrjú börn, tíu barnabörn og fjögur barnabarnabörn.