Evrópusambandið hefur fagnað lagabreytingu tyrkneska þingsins um að rýmka tjáningarfrelsi í landinu og segir það velkomið framfaraskref.

Evrópusambandið hefur fagnað lagabreytingu tyrkneska þingsins um að rýmka tjáningarfrelsi í landinu og segir það velkomið framfaraskref. Fjöldi fræðimanna og rithöfunda, þar á meðal Nóbelsverðlaunahafinn Orhan Pamuk, hafa verið ákærðir með vísun í umrædd lög, fyrir að „móðga það sem tyrkneskt er“.

Evrópusambandið hafði áður lýst því yfir að lagabreyting í þessa veru væri nauðsynleg ætluðu Tyrkir sér að gerast fullgildir aðilar að sambandinu. aí