Finnsk túlkun á víkingi.
Finnsk túlkun á víkingi.
ÞRJÁR sýningar varða opnaðar í Norræna húsinu í dag kl.15 og eru þær hluti af listahátíðinni List án landamæra. Víkingaöldin heitir sýning 22 finnskra listamanna og er þema myndanna Ísland, íslenskt landslag og kirkjur, fólk og víkingar.

ÞRJÁR sýningar varða opnaðar í Norræna húsinu í dag kl.15 og eru þær hluti af listahátíðinni List án landamæra. Víkingaöldin heitir sýning 22 finnskra listamanna og er þema myndanna Ísland, íslenskt landslag og kirkjur, fólk og víkingar. Fjölmennt heitir önnur sýning þar sem gleði og fjölbreytni eru ráðandi þættir en listamennirnir eru frá Fjölmennt (miðstöð símenntunar sem þjónar fötluðu fólki 20 ára og eldra) í Reykjavík og á Akureyri. Mexíkó og kjólar myndlistarkonunnar Fridu Kahlo hafa veitt listamönnunum innblástur, m.a. er unnið með leir, pappamassa, málverk og leikföng.

Þriðja sýningin er á vegum nemenda við starfsbraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Á henni eru myndverk sem nemendur hafa unnið að í vetur. Portrett, stúdía á sjálfsmynd með fjölbreyttum aðferðum svo sem akrýlmálun, gifs og grímugerð, er viðfangsefnið þar.