BANKASTJÓRN japanska seðlabankans ákvað á fundi sínum í gær að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 0,5%. Er það í takt við spár sérfræðinga á fjármálamarkaði. Bankinn hækkaði stýrivextina síðast í febrúarmánuði úr 0,25% í 0,5%.

BANKASTJÓRN japanska seðlabankans ákvað á fundi sínum í gær að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 0,5%. Er það í takt við spár sérfræðinga á fjármálamarkaði. Bankinn hækkaði stýrivextina síðast í febrúarmánuði úr 0,25% í 0,5%.

Japanska ríkisstjórnin greindi frá því í gær að hún hefði lækkað hagvaxtarspá sína fyrir yfirstandandi ár úr 2,1% í 1,5%, að því er fram kemur í frétt á fréttavef BBC . Segir þar að það eigi þátt í því að stýrivöxtum seðlabankans sé haldið óbreyttum.