SAMNINGAVIÐRÆÐUM Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Gildandi kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins rennur út á miðnætti.
Í tilkynningu frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga kemur fram að í framhaldi af síðasta fundi samninganefndar félagsins og samninganefndar ríkisins á mánudag, sem lauk að ósk samninganefndar ríkisins, hafi ríkið vísað deilunni til ríkissáttasemjara.
Í tilkynningunni kemur fram að hjúkrunarfræðingar hafi frá fyrsta fundi samninganefndanna lagt áherslu á að gera skammtímasamning enda gefi efnahagsástand ekki forsendur til annars.