Fyrsti hópurinn Styrkþegar með formönnum dómnefnda og þremur af fjórum börnum Bjarna Benediktssonar. Frá vinstri: Björn Bjarnason, Róbert R. Spanó, Anna Agnarsdóttir, Reynir Berg Þorvaldsson, Trausti Fannar Valsson, Margrét Vala Kristjánsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir, Skafti Ingimarsson, Oddný Mjöll Arnardóttir, Guðrún Bjarnadóttir og Valgerður Bjarnadóttir.
Fyrsti hópurinn Styrkþegar með formönnum dómnefnda og þremur af fjórum börnum Bjarna Benediktssonar. Frá vinstri: Björn Bjarnason, Róbert R. Spanó, Anna Agnarsdóttir, Reynir Berg Þorvaldsson, Trausti Fannar Valsson, Margrét Vala Kristjánsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir, Skafti Ingimarsson, Oddný Mjöll Arnardóttir, Guðrún Bjarnadóttir og Valgerður Bjarnadóttir. — Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Fyrstu styrkirnir úr sjóðnum Rannsóknarstyrkir Bjarna Benediktssonar voru afhentir við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í gær, að upphæð samtals 3,5 milljónir króna. Við sama tækifæri var vefsíðan www.bjarnibenediktsson.is formlega opnuð.

Fyrstu styrkirnir úr sjóðnum Rannsóknarstyrkir Bjarna Benediktssonar voru afhentir við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í gær, að upphæð samtals 3,5 milljónir króna. Við sama tækifæri var vefsíðan www.bjarnibenediktsson.is formlega opnuð.

Markmið sjóðsins er að styrkja rannsóknir í lögfræði og sagnfræði. Stefnt er að því að sjóðurinn starfi í fimm ár. Anna Agnarsdóttir, sagnfræðiprófessor og formaður dómnefndar vegna styrkja til rannsókna á sviði hag- og stjórnmálasögu, sagði að árlega yrðu veittir allt að þrír rannsóknarstyrkir á sviði hag- og stjórnmálasögu 20. aldar til okkar daga. „Þeir skulu veittir til að efla rannsóknir og dýpka skilning á umbreytingum í íslensku efnahagslífi, stjórnmálum og utanríkismálum á 20. öld.“

Fjórar umsóknir bárust um styrki til sagnfræðirannsókna á sviði hag- og stjórnmálasögu 20. aldar til okkar daga. Ákvörðun úthlutunarnefndar byggist á faglegu mati, gæðum rannsóknarverkefnis, færni og reynslu umsækjanda til að stunda rannsóknir auk aðstöðu hans til að sinna verkefninu. Tvær umsóknir uppfylltu sett skilyrði. Skafti Ingimarsson, doktorsnemi í sagnfræði við hugvísindadeild Háskóla Íslands, hlaut eina milljón króna fyrir rannsóknarverkefnið Upphaf og þróun kommúnistahreyfingarinnar á Íslandi. Reynir Berg Þorvaldsson, meistaranemi í sagnfræði við hugvísindadeild Háskóla Íslands, hlaut 500.000 kr. styrk fyrir rannsóknarverkefnið Öflun og úrvinnsla heimilda er varða leiðtogafundinn í Reykjavík 1986.

Þrír styrkir í lögfræði

Róbert R. Spanó, lögfræðiprófessor og formaður dómnefndar vegna rannsóknastyrkja í lögfræði, sagði að stefnt væri að því að sjóðurinn veitti árlega á árunum 2008 til 2012 allt að þrjá styrki til rannsókna á sviði stjórnsýslu og stjórnskipunarréttar. Sex umsóknir hefðu borist og ákveðið hefði verið að styrkja þrjú verkefni.

Trausti Fannar Valsson, lögfræðingur og doktorsnemi í sveitarstjórnarrétti við lagadeild Háskóla Íslands, hlaut styrk að upphæð ein milljón króna fyrir rannsóknaverkefnið Ólögbundin verkefni sveitarfélaga og er það liður í ritun doktorsritgerðar.

Margrét Vala Kristjánsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við sömu deild, hlutu 500.000 kr. styrk fyrir rannsóknarverkefnið Inntak og beiting 15. gr. stjórnarskrárinnar.

Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, hlaut einnig 500.000 kr. styrk fyrir rannsóknaverkefnið Vísindarannsóknir á heilbrigðissviði – lagaumgjörð stjórnsýslu og réttarvernd þátttakenda.