Í samanburðarúttekt á vegum dómsmálaráðuneytisins á íslenskum reglum um meðlag og sambærilegum úrræðum í mörgum öðrum ríkjum kemur fram að íslenska kerfið hefur þróast og breyst hægar en flest önnur.

Í samanburðarúttekt á vegum dómsmálaráðuneytisins á íslenskum reglum um meðlag og sambærilegum úrræðum í mörgum öðrum ríkjum kemur fram að íslenska kerfið hefur þróast og breyst hægar en flest önnur. Dóms- og kirkjumálaráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd til að fara yfir reglur barnalaga um framfærslu barna til að kanna hvort núverandi fyrirkomulag þjóni hagsmunum barna og foreldra á sanngjarnan hátt.

Nýrri meðlagskerfi nota ráðstöfunartekjur sem viðmið frekar en heildartekjur. Íslenska kerfið notar heildartekjur sem viðmið. Það er jafnframt að verða sérstaða íslenska kerfisins að lögheimilisforeldri nýtur allra bóta og réttinda sem fylgja lögheimili og hefur það ekki áhrif á meðlagsupphæð. ibs