Haustlitaferð til Lapplands TREX-Hópferðamiðstöðin býður upp á haustlitaferð til Lapplands og Norður-Noregs dagana 5.–12. september í haust í fararstjórn Kristjáns M. Baldurssonar.

Haustlitaferð til Lapplands

TREX-Hópferðamiðstöðin býður upp á haustlitaferð til Lapplands og Norður-Noregs dagana 5.–12. september í haust í fararstjórn Kristjáns M. Baldurssonar.

Flogið verður til Helsinki og þaðan haldið norður til bæjarins Ivalo í finnska Lapplandi þar sem m.a. verður siglt á Inarivatninu. Að morgni þriðja dags hefst síðan 4 daga ferð um Lappland og Norður-Noreg þar sem gist verður í Hammerfest, nyrsta bæ í heimi. Þaðan verður farið til Nordkap, nyrsta odda Evrópu, til bæjarins Alta og Hammerfest og Samafjölskylda heimsótt. Á bakaleiðinni er ekið meðfram Porsangerfirði og um slóðir Sama og hreindýra í hjarta Lapplands.

TREX–hópferðamiðstöð Hesthálsi 10 sími: 587 6000, vefslóð: www.trex.is netfang: info@trex.is