BREIÐHOLTSHLAUPIÐ verður haldið í dag, fimmtudaginn 1. maí, kl. 13. Hlaupið verður frá Félagsmiðstöðinni Miðbergi um Elliðaárdalinn og Efra-Breiðholt. Vegalengdir eru 2 km skemmtiskokk, 5 km og 10 km með tímatöku. Skráning hefst kl. 11 í Miðbergi.

BREIÐHOLTSHLAUPIÐ verður haldið í dag, fimmtudaginn 1. maí, kl. 13. Hlaupið verður frá Félagsmiðstöðinni Miðbergi um Elliðaárdalinn og Efra-Breiðholt.

Vegalengdir eru 2 km skemmtiskokk, 5 km og 10 km með tímatöku.

Skráning hefst kl. 11 í Miðbergi. Þátttökugjald er 700 kr. fyrir fullorðna og 400 kr. fyrir börn. Allir sem ljúka hlaupinu fá verðlaunapening. Fjöldi glæsilegra útdráttarvinninga. Að hlaupi loknu verður farið út á Leiknisvöll í fótbolta. Keppni verður í hverjum flokki á milli iðkenda og foreldra. Skilyrði til að fá að keppa er að barnið hafi tekið þátt í Breiðholtshlaupinu.

Foreldrar eru hvattir til að mæta og taka þátt með börnum sínum.

Boðið verður upp á veitingar í Leiknishúsinu að keppni lokinni.