JAPANSKI bílaframleiðandinn Toyota hefur ákveðið að fjárfesta fyrir allt að 10 milljarða jena, jafnvirði liðlega 7 milljarða íslenskra króna, í þróun og smíði á fyrstu farþegaflugvél Japana. Toyota ætlar að fjárfesta í Mitsubishi Aircraft Corp.

JAPANSKI bílaframleiðandinn Toyota hefur ákveðið að fjárfesta fyrir allt að 10 milljarða jena, jafnvirði liðlega 7 milljarða íslenskra króna, í þróun og smíði á fyrstu farþegaflugvél Japana.

Toyota ætlar að fjárfesta í Mitsubishi Aircraft Corp., fyrirtæki í eigu Mitsubishi Heavy Industries, sem hefur leitað til japanskra stórfyrirtækja með ósk um að þau taki þátt í verkefninu. Áætlað er að flugvélin verði tilbúin árið 2013. Segir í frétt AFP -fréttastofunnar að samningur við All Nippon Airways um kaup á allt að 25 flugvélum hafi gefið verkefninu vind í seglin. Vélin mun keppa við Bombardier og Embraer vélarnar.