Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, lætur Jón Sigurðsson, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins, ekki eiga neitt inni hjá sér, hvað varðar hugsanlega aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, lætur Jón Sigurðsson, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins, ekki eiga neitt inni hjá sér, hvað varðar hugsanlega aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Jón Sigurðsson skrifaði grein hér í Morgunblaðið í fyrradag þar sem hann sagði tíma umsóknar vera kominn. Formaðurinn fyrrverandi sagði að vísu einnig: „Úrslit í Evrópumálum verða aðeins ráðin við samningaborð og í þjóðaratkvæðagreiðslu.“

Guðni svarar Jóni í frétt hér í Morgunblaðinu í gær þar sem hann segir m.a.: „Jón Sigurðsson kenndi mér margt en eitt kenndi hann mér alveg sérstaklega og það var að ef menn ætla að sækja um aðild að Evrópusambandinu gera þeir það ekki í veikleika sínum heldur í styrkleika sínum.“

Er eggið farið að kenna hænunni í Framsóknarflokknum?!

Hvers vegna hafa orðið sinnaskipti hjá Jóni?

Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, talar á sömu nótum og formaðurinn fyrrverandi. Hverjum fylgja flokksmenn Framsóknar að málum?

Eitt er víst: grasrótin á landsbyggðinni styður Guðna.