SAMNINGAVIÐRÆÐUM um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Samstarfsráðs Persaflóaríkja (Barein, Katar, Kúveit, Óman, Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin) lauk í Genf í liðinni viku. Samningaviðræður stóðu yfir í tæplega tvö ár.

SAMNINGAVIÐRÆÐUM um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Samstarfsráðs Persaflóaríkja (Barein, Katar, Kúveit, Óman, Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin) lauk í Genf í liðinni viku. Samningaviðræður stóðu yfir í tæplega tvö ár.

Samningurinn, sem undirritaður verður fljótlega, gerir ráð fyrir að tollar á sjávarafurðum og öllum helstu iðnaðarvörum frá Íslandi falli niður frá gildistöku samningsins. Tollar á lýsi munu þó falla niður að loknum fimm ára aðlögunartíma.

Með tvíhliða samningi hvers EFTA-ríkis fyrir sig við Persaflóaríkin eru tollar á tilteknum óunnum landbúnaðarvörum lækkaðir eða felldir niður. Innflutningur á íslensku lambakjöti til ríkjanna verður t.d. tollfrjáls frá gildistöku samningsins. Jafnframt munu samningsaðilar lækka eða fella niður tolla af ýmsum unnum landbúnaðarvörum.

Fríverslunarsamningurinn gerir ráð fyrir auknu frjálsræði í þjónustuviðskiptum. Samningurinn nær jafnframt til opinberra innkaupa og verndunar hugverkaréttinda. Til viðbótar munu ríkin semja síðar um leiðir til að stuðla að auknum fjárfestingum.