Hinir heimskunnu Stott pilates-kennarar Michael og Karen Christensen eru á leiðinni til Íslands og ætla að halda sex stutt námskeið fyrir Stott pilates-leiðbeinendur helgina 10. og 11. maí næstkomandi.

Hinir heimskunnu Stott pilates-kennarar Michael og Karen Christensen eru á leiðinni til Íslands og ætla að halda sex stutt námskeið fyrir Stott pilates-leiðbeinendur helgina 10. og 11. maí næstkomandi.

Námskeiðin verða haldin í húsakynnum Gigtarfélags Íslands við Ármúla 5 og í dansrækt JSB við Lágmúla 9 og eru sérstaklega ætluð sjúkraþjálfurum, íþróttakennurum, jógakennurum, ballettkennurum, einkaþjálfurum og öðrum sem vilja kynna sér pilates- og Stott pilates-æfingar nánar.

Það er félag Stott pilates-kennara á Íslandi sem stendur fyrir námskeiðunum. Skráning fer fram hjá Hrafnhildi í síma 894-1806 eða á stottpilates@medanotunum.is. Tekið er við skráningum fram til 2. maí.