Þeir sem kjósa að ganga, hjóla eða hlaupa sér til heilsubótar innan höfuðborgarsvæðisins geta fundið út hversu langt þeir fara með hjálp Borgarvefsjárinnar á slóðinni borgarvefsja.is.
Þeir sem kjósa að ganga, hjóla eða hlaupa sér til heilsubótar innan höfuðborgarsvæðisins geta fundið út hversu langt þeir fara með hjálp Borgarvefsjárinnar á slóðinni borgarvefsja.is. Þar er hægt að byrja á því að slá inn götunafn og fá þá nákvæmt kort af næsta nágrenni hennar. Út frá því er hægt að þrýsta á „m“ hnappinn og merkja síðan punkta inn á kortið. Vegalengdin frá fyrsta punkti að þeim síðasta er svo gefin upp í metrum. Til þess að fá sem nákvæmasta lengd á gönguleið borgar sig vitaskuld að merkja hana rétt inn í stað þess að mæla eingöngu vegalengd á milli upphafsstaðar og lokapunkts. Sem dæmi má nefna ef merkt er inn gönguleið á milli norðurenda Tjarnarinnar í Reykjavík niður Lækjargötu, til vinstri á Geirsgötu og meðfram henni niður á Ánanaust og þaðan að bæjarmörkum Seltjarnaress, er samkvæmt Borgarvefsjá rúmir 2900 metrar.