Talsmenn atvinnubílstjóra og yfirmenn lögreglunnar gengu í gærmorgun á fund allsherjarnefndar Alþingis og skýrðu afstöðu sína varðandi mótmælin sem brutust út á Suðurlandsvegi 23. apríl síðastliðinn.

Talsmenn atvinnubílstjóra og yfirmenn lögreglunnar gengu í gærmorgun á fund allsherjarnefndar Alþingis og skýrðu afstöðu sína varðandi mótmælin sem brutust út á Suðurlandsvegi 23. apríl síðastliðinn. Að sögn Ágústs Ólafs Ágústssonar varaformanns allsherjarnefndar var fundurinn upplýsandi fyrir nefndarmenn. „Það kom í ljós að mönnum ber ekki saman um atburði. Mín persónulega skoðun er hins vegar sú að lögreglan hafi brugðist rétt við miðað við þær aðstæður sem þarna sköpuðust. Þarna var fyrirmælum lögreglu ekki hlýtt og við því varð auðvitað að bregðast. Hins vegar er líka fagnaðarefni að lögreglan ætli sér að fara yfir þennan atburð og læra af honum.“

Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir að á fundinum hafi hann skýrt frá aðgerðum lögreglunnar. „Við brugðumst þarna við ástandi, sem skapaðist, á eðlilegan hátt.

Einar Árnason talsmaður atvinnubílstjóra segir að skýringum bílstjóra hafi verið vel tekið. Bílstjórar hafi skýrt sín sjónarmið. „Við erum ekki hættir.“ fr