FYRSTI knötturinn sem Fram eignaðist var kostaður af Boga Ólafssyni, einum af stofnendum Fram. Hann átti peninga á bók og bauðst til að lána félaginu andvirði boltans.
Eftir að boltinn var kominn í hús kom upp tillaga um að kaupa fótboltapumpu.
„Þá bauðst ég til þess að blása út boltann, hvenær sem væri, og þar með kom tillagan um pumpukaupin aldrei til atkvæða,“ sagði Pétur J. Hoffmann Magnússon sem var þá formaður Fram.
Þess má geta til gamans að fyrsti boltinn Pétur keypti kostaði 95 aura – í Breiðfjörðverslunni í Aðalstræti, sem var hér um bil allt sparifé hans.