TERIS, upplýsingatæknifyrirtæki sem áður hét Tölvumiðstöð sparisjóðanna, er komið í hóp fyrirtækja hér á landi sem Microsoft hefur vottað sem sinn samstarfsaðila, Microsoft Certified Partner, eins og það er orðað á frummálinu.

TERIS, upplýsingatæknifyrirtæki sem áður hét Tölvumiðstöð sparisjóðanna, er komið í hóp fyrirtækja hér á landi sem Microsoft hefur vottað sem sinn samstarfsaðila, Microsoft Certified Partner, eins og það er orðað á frummálinu. Fyrir skartaði Teris tveimur vottunum frá Microsoft og stefnir fyrirtækið að gullvottun frá tölvurisanum.

Teris sérhæfir sig í tölvuþjónustu við fjármálafyrirtæki, stofnað árið 1989. Hjá fyrirtækinu starfa um 150 manns.