— Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
ÞAÐ er von á ýmsu þegar kaupstaðurinn liggur norður undir heimskautsbaugi og það fengu Siglfirðingar svo sannarlega að reyna í gær. Svo virtist sem vorið hefði fest sig í sessi því þrestirnir voru komnir og væntanlega farnir að huga að varpi.
ÞAÐ er von á ýmsu þegar kaupstaðurinn liggur norður undir heimskautsbaugi og það fengu Siglfirðingar svo sannarlega að reyna í gær. Svo virtist sem vorið hefði fest sig í sessi því þrestirnir voru komnir og væntanlega farnir að huga að varpi. Nú leita þeir hins vegar á náðir bæjarbúa þar sem snjórinn kom aftur af fullum þunga í gær. Mjög dimmt var yfir og ekki sá á dökkan díl í fjöllum. Bæjarbúar halda þó í vonina um að farfuglarnir hafi rétt fyrir sér og vorið láti á sér kræla á ný enda virtist veðurspá vera fuglum og mönnum í hag.