Verk eftir Einar Guðvarðarson.
Verk eftir Einar Guðvarðarson.
MÆÐGURNAR Jóna Guðvarðardóttir og Hildur Ýr Jónsdóttir verða með leiðsögn kl. 20 í kvöld um yfirlitssýningu í aðalsal Hafnarborgar á steinskúlptúrum Einars Más Guðvarðarsonar, bróður Jónu, sem lést árið 2003.

MÆÐGURNAR Jóna Guðvarðardóttir og Hildur Ýr Jónsdóttir verða með leiðsögn kl. 20 í kvöld um yfirlitssýningu í aðalsal Hafnarborgar á steinskúlptúrum Einars Más Guðvarðarsonar, bróður Jónu, sem lést árið 2003.

Jóna er leirlistakona og sýnir verk sín í Sverrissal Hafnarborgar og dóttir hennar Hildur sýnir í Apóteki. Hildur lauk nýverið listnámi í Hollandi og sýnir skúlptúr og skartgripi. Þetta er 16. sérsýningin á verkum Einars og 17. einkasýning Jónu en fyrsta einkasýning Hildar. Nánar má fræðast um safnið og sýningarnar á www.hafnarborg.is.