Yohanna Er í öðru sæti Tónlistans.
Yohanna Er í öðru sæti Tónlistans. — Morgunblaðið/Kristinn
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
FYRSTU plötu Jóhönnu Guðrúnar, sem í dag kallar sig Yohanna, tekst næstum því að ýta Vilhjálmi Vilhjálmssyni úr efsta sæti Tónlistans þessa vikuna. Butterflies & Elvis vantar þó herslumuninn, og spurning hvað gerist í næstu viku.

FYRSTU plötu Jóhönnu Guðrúnar, sem í dag kallar sig Yohanna, tekst næstum því að ýta Vilhjálmi Vilhjálmssyni úr efsta sæti Tónlistans þessa vikuna. Butterflies & Elvis vantar þó herslumuninn, og spurning hvað gerist í næstu viku. Safnplatan Rokkland 2007 stekkur beint í fjórða sætið og því ljóst að fjölmargir treysta tónlistarsmekk Ólafs Páls Gunnarssonar.

Líklegt er að vinsældir plötunnar Best of Both Worlds með Hönnuh Montana megi rekja til þeirrar athygli sem leikkonan Miley Cyrus hefur fengið í kjölfar mynda sem af henni birtust, en Cyrus leikur áðurnefnda Montana.

Þá vekur athygli að plata Sverris Bergmanns nær aðeins 16. sæti.

Kveisa og peysa

ÞRÁTT fyrir að lagið „Bahama“ með Ingó & Veðurguðunum hafi hlotið fremur misjafnar viðtökur hjá tónlistargagnrýnendum er lagið það langvinsælasta hér á landi þessa vikuna samkvæmt Lagalistanum. Sérstaklega hefur texti lagsins verið gagnrýndur, en fyrsta textabrotið er svohljóðandi: „Síðan þú fórst hef ég verið með magakveisu – þú skildir ekkert eftir nema þessa peysu.“

Eddie Vedder, forsprakki Pearl Jam, fellur af toppnum og situr nú í öðru sætinu. Þeir félagar Bubbi Morthens og Björn Jörundur Friðbjörnsson úr Bandinu hans Bubba geta hins vegar vel við unað því lag þeirra „Ég er kominn heim“ stefnir hraðbyri á topp Lagalistans.