NÝ verðskrá tekur gildi hjá farsímafyrirtækinu Nova í dag 1. maí og felur hún í sér verðlækkun, ekki hækkun.

NÝ verðskrá tekur gildi hjá farsímafyrirtækinu Nova í dag 1. maí og felur hún í sér verðlækkun, ekki hækkun.

Í tilkynningu frá Nova segir að öll farsímafyrirtæki nema Nova hafi hækkað verð á árinu og félagið hafi einsett sér að tryggja neytendum hagstæðasta verð á farsíma- og netþjónustu á Íslandi.

„Frá og með 1. maí greiða allir viðskiptavinir Nova 0 kr. fyrir símtöl, myndsímtöl, SMS og MMS sín á milli, hvort sem þeir eru í frelsi eða áskrift. Áður gátu viðskiptavinir í áskrift hringt og sent skilaboð frítt sín á milli en með nýrri verðskrá gildir 0 kr. Nova í Nova einnig fyrir viðskiptavini í frelsi. Innifaldar eru 1.000 fríar mínútur í símtöl á mánuði og 500 frí skilaboð. Þá kostar aðeins 15,00 kr. á mínútuna að hringja í öll önnur símanúmer á Íslandi, heimasíma og farsíma.

Farsímanotendur geta að auki lækkað símareikninginn sinn um a.m.k. 12.000 kr. á ári með því að skipta yfir til Nova, því allir viðskiptavinir fá 1.000 kr. afslátt á mánuði í 12 mánuði. Þá greiða viðskiptavinir Nova ekkert fyrir netnotkun í farsíma til áramóta samkvæmt nýrri verðskrá félagsins,“ segir í tilkynningu félagsins.

Nánari upplýsingar má fá á www.nova.is.