H inn mislyndi markvörður Santiago Canizares brosir nú meira en endranær enda náði hann óvænt stórum áfanga um helgina. Spilaði hann þá sinn 500. leik í spænsku deildinni en í vetur leit út fyrir að ferli hans væri lokið þegar Ronald Koeman tók við stjórn Valencia. Var það hans fyrsta verk að frysta markvörðinn úr hópnum og aðeins brottför Koemans gerði Canizares kleift að ná þessum áfanga.
E mmanuel Adebayor hjá Arsenal er bjartsýnn einstaklingur. Neitar hann að trúa að Arsenal sé úr leik í keppninni um enska meistaratitilinn og segir líkurnar þvert á móti ágætar. Liðið á fræðilega möguleika en ansi merkileg úrslit þurfa að fæðast um þessa helgi og þá næstu til að von sé til að draumur hans rætist.
Þ rátt fyrir nýjan stjóra og mjög frambærilegan leikmannahóp eru rósir Tottenham þessa leiktíðina fáar og langt þeirra á milli. Juande Ramos undirbýr nú boð í sóknarjaxlinn David Villa hjá Valencia upp á 2,3 milljarða króna og herma heimildir úr innsta hring stjórnar liðsins að það verði aðeins fyrstu stóru kaup liðsins gangi þau eftir.
G angi allar spár eftir varðandi Valenciu verður liðið ein rjúkandi rúst í sumar. Ekki aðeins er talið fullvíst að Villa fari annað heldur einnig hinir tveir leikmenn liðsins sem falla undir að vera lykilmenn og eiga enn mikla framtíð fyrir sér. David Silva og Joaquín finna ekki hamingjuna í hvítum búningi liðsins og sögusagnir gerast háværari um að þeir fari einnig. Er þá fokið í flest skjól hjá liðinu. Portúgalar standa við bakið á sínu fólki.
N ú hefur Luis Figo lýst yfir sínum stuðningi við að Jose Mourinho verði næsti stjóri Inter Milan en vangaveltur eru enn uppi um hver tekur við af Roberto Mancini þar á bæ. Stuðningur Figo er meira í orði en á borði enda aldrei leikið undir stjórn Mourinho og mun sjálfur yfirgefa herbúðir liðsins á næstunni.
A nnars lítur út fyrir að Figo fari frá félaginu sem ítalskur meistari en Inter þarf aðeins einn sigur til að vinna deildina enn á ný. Þarf þó að hafa fyrir hlutunum því næsti mótherji er AC Milan.