FRAMARAR gerðu sér strax grein fyrir því að knattspyrnan væri harður leikur og leikmenn ættu á hættu að meiðast í kappleikjum. Til þess að leikmenn Fram biðu ekki fjárhagslegt tjón, er þeir meiddust í kappleik, var stofnaður slysasjóður hjá Fram 1933.
FRAMARAR gerðu sér strax grein fyrir því að knattspyrnan væri harður leikur og leikmenn ættu á hættu að meiðast í kappleikjum. Til þess að leikmenn Fram biðu ekki fjárhagslegt tjón, er þeir meiddust í kappleik, var stofnaður slysasjóður hjá Fram 1933. Það var Sigurður Halldórsson miðframvörður sem lagði fram sparisjóðsbók með álitlegri fjárupphæð til að stofna sjóðinn. Á aðalfundi Fram þetta ár safnaðist töluverð fé og gaf Haukur Thors stærstu upphæðina í sjóðinn.