STJÓRN FL Group samþykkti á fundi sínum í gær, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að taka félagið af markaði en 87% eigenda hlutafjár hafa samþykkt að vera áfram í félaginu. Til stendur á hluthafafundi 9. maí nk.
STJÓRN FL Group samþykkti á fundi sínum í gær, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að taka félagið af markaði en 87% eigenda hlutafjár hafa samþykkt að vera áfram í félaginu. Til stendur á hluthafafundi 9. maí nk. að bjóða eigendum 13% eignarhlutar hlutabréf í Glitni í skiptum fyrir hlut í FL Group, vilji þeir ekki vera áfram í félaginu. Meðal þeirra eigenda sem ætla að vera áfram í félaginu eru eignarhaldsfélagið Styrkur, sem er í eigu Baugs og Kaldbaks, og Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar. Jötunn Holding ehf. á um 5% í Glitni og það eru þau bréf, sem boðin verða þeim hluthöfum, sem vilja út úr FL Group. Eigendur Jötunn Holding eru breski kaupsýslumaðurinn Tom Hunter og Baugur auk Fons eignarhaldsfélags.