Filippseysk stjórnvöld hafa ákveðið að banna líffæraígræðslu fyrir útlendinga til þess að stemma stigu við ólöglegri nýrnasölu í landinu.

Filippseysk stjórnvöld hafa ákveðið að banna líffæra-

ígræðslu fyrir útlendinga til þess að stemma stigu við ólöglegri nýrnasölu í landinu.

Hundruð útlendinga sækja landið heim á ári hverju til þess að fá nýrnaígræðslu og segja filippeysk stjórnvöld að ólögleg sala á nýrum færist sífellt í aukana. Fátækt fólk freistist til þess að selja úr sér eitt nýra til þess að græða peninga og er talið að salan fari oft fram í gegnum milliliði sem fá hluta söluverðsins í sinn hlut.