Þrjár sýningar verða opnaðar í Norræna húsinu í dag í tengslum við listahátíðina List án landamæra.
Þrjár sýningar verða opnaðar í Norræna húsinu í dag í tengslum við listahátíðina List án landamæra. 22 finnskir myndlistarmenn vinna með íslenskt þema og félagar í Fjölmennt opna sýningu á verkum sem sækja innblástur til Mexíkó og kjóla myndlistarkonunnar Fridu Kahlo.
Þá sýna nemendur starfsbrautar Fjölbrautaskólans í Garðabæ myndverk sem þeir hafa unnið að í vetur. Allar sýningarnar verða opnaðar kl. 15.