Þrjár sýningar verða opnaðar í Norræna húsinu í dag í tengslum við listahátíðina List án landamæra.

Þrjár sýningar verða opnaðar í Norræna húsinu í dag í tengslum við listahátíðina List án landamæra. 22 finnskir myndlistarmenn vinna með íslenskt þema og félagar í Fjölmennt opna sýningu á verkum sem sækja innblástur til Mexíkó og kjóla myndlistarkonunnar Fridu Kahlo.

Þá sýna nemendur starfsbrautar Fjölbrautaskólans í Garðabæ myndverk sem þeir hafa unnið að í vetur. Allar sýningarnar verða opnaðar kl. 15.

Landamæralaus uppsveifla

List án landamæra setur einnig svip sinn á Uppsveiflu, tónleikaröð tímaritsins Mónitors, í kvöld. Fjögur atriði verða á dagskránni og þar af tvö í samstarfi við listahátíðina. Annað þeirra er sönghópurinn Blikandi stjörnur og hitt rokksveitin Hraðakstur bannaður. Einnig koma fram Mammút og Reykjavík!. Húsið verður opnað kl. 21 og er frítt inn.