MIKILL samdráttur var í útflutningi á fiski og fiskafurðum frá Færeyjum fyrstu tvo mánuði þessa árs. Alls er samdrátturinn 68.500 tonn eða 68%. Samdráttur var í öllum fiskitegundum nema í eldisfiski.

MIKILL samdráttur var í útflutningi á fiski og fiskafurðum frá Færeyjum fyrstu tvo mánuði þessa árs. Alls er samdrátturinn 68.500 tonn eða 68%. Samdráttur var í öllum fiskitegundum nema í eldisfiski.

Sé litið á allan útflutning frá Færeyjum eykst verðmæti hans um 1,7 milljarða íslenzkra króna. Það skekkir hins vegar myndina að í ár voru seld fiskiskip úr landi að verðmæti 5,5 milljarðar króna. Sé litið á útflutninginn án fiskiskipa, en hann byggist nánast allur á fiski, er samdrátturinn um 3,7 milljarðar króna eða 32%.

Verðmæti útflutts botnfisks dróst saman um 20% eða einn milljarð króna. Mestur er samdrátturinn í uppsjávarfiski, 84% eða 1,8 milljarðar króna. Útflutningur á eldisfiski jókst á þessu tímabili um 14% í verðmæti og 32% í magni. Nú voru flutt út 3.700 tonn að verðmæti 1,6 milljarðar króna. Verðmæti botnfisks dregst minna saman en magnið og sama á við um uppsjávarfiskinn en samdráttur í verðmæti skel- og flatfisks minnkar meira en magnið.