120 ágrip Uppskeruhátíð vísindafólks við Landspítalann er hafin og að þessu sinni kynna yfir 350 vísindamenn og samstarfsaðilar þeirra niðurstöður rannsókna á spítalanum. „Veggspjaldakynningin í anddyri K-byggingar hefur vaxið mikið að umfangi.

120 ágrip

Uppskeruhátíð vísindafólks við Landspítalann er hafin og að þessu sinni kynna yfir 350 vísindamenn og samstarfsaðilar þeirra niðurstöður rannsókna á spítalanum. „Veggspjaldakynningin í anddyri K-byggingar hefur vaxið mikið að umfangi. Fyrstu tvö árin voru niðurstöður 55 rannsókna kynntar en í ár voru send inn 120 ágrip,“ segir Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir , sviðsstjóri vísinda- og rannsóknaþjónustu Landspítala.