Þegar Ólafur F. Magnússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson tilkynntu nýtt meirihlutasamstarf kynntu þeir einnig stefnuskrá. Hér að neðan eru helstu atriði hennar talin upp og tiltekið hvað uppfyllt hefur verið á fyrstu 100 dögunum.

Þegar Ólafur F. Magnússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson tilkynntu nýtt meirihlutasamstarf kynntu þeir einnig stefnuskrá. Hér að neðan eru helstu atriði hennar talin upp og tiltekið hvað uppfyllt hefur verið á fyrstu 100 dögunum.

Flugvöllurinn Ekki tekin ákvörðun um flutning Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu.

– Ákvörðun tekin um að byggja upp flug- og samgöngumiðstöð í Vatnsmýri.

– Niðurstöður úr samkeppni um framtíðarskipulag Vatnsmýrar kynntar.

Orkuveitan OR og orkulindir hennar áfram í almenningseigu.

Fulltrúar allra flokka skrifuðu undir niðurstöðu stýrihóps vegna REI-málsins þar sem kveðið var á um að OR yrði áfram í 100 prósent eigu almennings.

Skattar Fasteignaskattar lækkaðir á árinu.

– Fasteignaskattar hafa verið lækkaðir um 5 prósent

Laugavegur 19. aldar götumynd Laugavegar og miðborgar varðveitt eins og kostur er.

– Reykjavíkurborg keypti húsin við Laugaveg 4-6 fyrir á 580 milljónir í þeim tilgangi að koma í veg fyrir niðurrif þeirra.

Sundabraut Staðarvali og undirbúningi ljúki sem fyrst svo framkvæmdir geti hafist.

Umferðin Framkvæmdir hefjist sem fyrst við mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Áhersla lögð á öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda í umferðinni.

– Útfærslur á mislægum gatnamótum hafa verið kynntar.

– Tillögur að bættum hjólreiða- og göngustígum hafa verið kynntar.

Strætó Börn undir 18 ára aldri, aldraðir og öryrkjar fái frítt í strætó. Leiðarkerfið og þjónusta við farþega bætt.

Gert er ráð fyrir því í þriggja ára áætlun borgarinnar að aldraðir og öryrkjar fái frítt í strætó.

Aldraðir Hjúkrunarrýmum og þjónustuíbúðum verður fjölgað. Samþætt heimaþjónusta og heimahjúkrun verður efld. Tekjumörk vegna niðurfellingar fasteignaskatta hjá öldruðum og öryrkjum verða hækkuð verulega.

Félagsaðstoð Félagslegum leiguíbúðum verður fjölgað um 300 það sem eftir lifir kjörtímabils.

Lóðarframboð lóða fyrir fjölskyldur og atvinnurekstur verður tryggt.

Menntun Þjónusta leikskóla og grunnskóla verður aukin og faglegt og fjárhagslegt sjálfstæði þeirra styrkt.

- Aðgerðaráætlunin Borgarbörn samþykkt.

Öryggismá l Auka á öryggi í miðborginni.

Menningararfur Átak verður gert í merkingu og varðveislu sögufrægra staða.

Mengun Draga úr mengun í borginni.