Sproti Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra afhenti Vilborgu Einarsdóttur, stofnanda og framkvæmdastjóra Mentor, Vaxtarsprotann.
Sproti Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra afhenti Vilborgu Einarsdóttur, stofnanda og framkvæmdastjóra Mentor, Vaxtarsprotann. — Morgunblaðið/Valdís Thor
FYRIRTÆKIÐ Mentor, sem hannað hefur upplýsingakerfi fyrir skóla, hlaut í gær Vaxtarsprotann 2008, viðurkenningu sem veitt er fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis.
FYRIRTÆKIÐ Mentor, sem hannað hefur upplýsingakerfi fyrir skóla, hlaut í gær Vaxtarsprotann 2008, viðurkenningu sem veitt er fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Jók Mentor veltu sína á milli áranna 2006 og 2007 um 48,6% sem var mesti vöxtur sprotafyrirtækisins á síðasta ári sem uppfyllti viðmið dómnefndar. Hjá Mentor starfa nú um 20 manns. Einnig hlutu fyrirtækin Betware, Valka og Kine viðurkenningu fyrir góðan vöxt á síðasta ári. Vaxtarsprotinn var afhentur í annað sinn en viðurkenningin er á vegum Samtaka iðnaðarins, Rannsóknamiðstöðvar Íslands og Háskólans í Reykjavík.