Nótt Fjölmenni var á opnunarhátíð BT aðfaranótt þriðjudags.
Nótt Fjölmenni var á opnunarhátíð BT aðfaranótt þriðjudags. — Ljósmynd/Ómar Smith
ÆTLA má að hátt í 2.000 eintök af tölvuleiknum Grand Theft Auto 4 hafi selst hér á landi á fyrsta sólarhringnum eftir að sala hófst á miðnætti aðfaranótt þriðjudags.

ÆTLA má að hátt í 2.000 eintök af tölvuleiknum Grand Theft Auto 4 hafi selst hér á landi á fyrsta sólarhringnum eftir að sala hófst á miðnætti aðfaranótt þriðjudags. Bæði Elko og BT buðu í sérstök opnunarpartí þar sem boðið var upp á veitingar og skemmtun auk þess sem gestir gátu keypt leikinn. Samkvæmt upplýsingum frá verslununum sóttu samtals yfir eitt þúsund manns þessar opnunarhátíðir og má ætla að flestir þeirra hafi fest kaup á tölvuleiknum.

Gert er ráð fyrir því að leikurinn muni seljast fyrir um 400 milljónir dala, andvirði um 30 milljarða króna, á einni viku um heim allan, en til samanburðar má nefna að kvikmyndin Pirates of the Caribbean: At World's End halaði inn 404 milljónir dala á sinni fyrstu viku og stendur það met ennþá. Hvað varðar tölvuleiki átti Halo 3 metið sem væntanlega verður slegið nú, 300 milljónir dala á einni viku. | Viðskipti